F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Bústaðavegur stígar. Eyrarland – Háaleitisbraut. Útboð nr. 14303.
Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Um er að ræða breytingar á gönguleið meðfram Bústaðavegi frá Eyrarlandi að Aðallandi og nýjan göngustíg frá Aðallandi að hitaveitustokk gengt Furuborg.
Um er að ræða:
- Lagningu nýs göngustígs, jarðvegsskipti, fyllingu og yfirbyggingu.
- Færslu ljósastólpa
- Malbikun stígs og gönguleiðar
- Yfirborðsmerkingar og skiltun
- Yfirborðsfrágang (þökulagningu)
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 9:00 þann 1. ágúst 2018.
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“ eða „Register“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 15. ágúst 2018.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, nema að bjóðendur óski sérstaklega eftir því. Beiðni verður að hafa borist innkaupadeild 2 virkum dögum fyrir opnun tilboða, á netfangið utbod@reykjavik.is