Home Fréttir Í fréttum Viðbygging við Grunnskólann í Hveragerði sett í hönnunarferli

Viðbygging við Grunnskólann í Hveragerði sett í hönnunarferli

331
0
Nýja viðbyggingin mun rísa í suður út frá endanum til hægri á myndinni. Mynd: Sunnlenska.is

Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að hefja innan tíðar hönnun viðbyggingar við Grunnskólann í Hveragerði.

<>

Dr. Maggi Jónsson, arkitekt og aðalhönnuður viðbygginga við Grunnskólann í Hveragerði, verður fenginn til verksins.

Ennfremur var samþykkt að á hönnunarstigi hafi arkitekt samráð við starfshóp sem skipaður er bæjarstjóra, byggingarfulltrúa, skólastjóra, fulltrúa kennara og formanni fræðslunefndar.

Gert er ráð fyrir að ný viðbygging rísi við suðurenda nýja anddyrisins. Við hönnunina verði tekið mið af því að stofurnar sem þar verða til geti nýst sem mynd- og handmenntastofur þegar fram líða stundir og aðrar viðbyggingar við skólann verða að veruleika eins og gert hefur verið ráð fyrir. Í viðbyggingunni verði reynt að koma fyrir eins mörgum kennslustofum og hægt er og að góð skilyrði til kennslu verði höfð í fyrirrúmi.

Samkvæmt þriggja ára áætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að framkvæmdir við viðbygginguna hefjist árið 2019.

Heimild: Sunnlenska.is