Home Fréttir Í fréttum 16.08.2018 ÁTVR Stuðlaháls 2, Reykjavík – Stækkun dreifingarmiðstöðvar

16.08.2018 ÁTVR Stuðlaháls 2, Reykjavík – Stækkun dreifingarmiðstöðvar

338
0
mynd: Mbl.is

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við að reisa viðbyggingu við norðurhlið núverandi vöruhúss 2. Viðbyggingin er stálgrindarhús byggt utan á núverandi vöruhús 2.

<>

Útveggir eru gerðir úr timburásum, klæddir að utan með OSB krossviði og stálklæðningu og að innan með krossviði. Þak er byggt úr samlokueiningum klætt með þakpappa. Helstu verkþættir við fullnaðarfrágang að utanverðu eru klæðning útveggja, enduruppsetning klæðninga á eldra húsi, uppsetning hurða og frágangur á þaki.

Helstu verkþættir við fullnaðarfrágang að innanverðu eru einangrun og rakavarnarlag á útvegg ásamt krossviðarklæðningu og málun.

Helstu magntölur eru:

  • Stálvirki í burðarvirki, uppsetning 19.100 kg
  • Þakflötur 485 m2
  • Klæðning útveggs að utan 182 m2
  • Klæðning útveggs að innan 165 m2

Vettvangsskoðun verður haldin 8. ágúst nk. kl. 13:00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. nóvember 2018. Útboðsgögn verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is frá og með þriðjudeginum 31. júlí nk. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum fimmtudaginn 16. ágúst 2018 kl. 11.00.

Útboðsnúmer: 20819

Fyrirspurnarfrestur: 7.8.2018

Opnun tilboða: 16.8.2018