Home Fréttir Í fréttum Kostnaður við nýjan Landspítala 55 milljarðar

Kostnaður við nýjan Landspítala 55 milljarðar

182
0
Mynd: LSH
Áætlað er að nýjar byggingar Landspítala við Hringbraut kosti samtals rúma 54,5 milljarða króna. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins.

Áætlað er að lokið verði við byggingu á meðferðarkjarna, rannsóknarhúsi, bílastæða-, tækni- og skrifstofuhúsi árið 2024, að því er fram kemur í svari heilbrigðisráðherra.

<>

Kostnaðaráætlanir Nýs Landspítala ohf. ná til hönnunar og framkvæmda við húsin sem áður voru nefnd. Innan þeirra er einnig, meðal annars, kostnaður við hönnun og framkvæmt gatna, veitna, lóðar, tengiganga, tengibrúa, þyrlupalls og bílakjallara við Sóleyjartorg.

Heimild: Ruv.is