Home Fréttir Í fréttum Kópavogsgöng út af kortinu

Kópavogsgöng út af kortinu

141
0
Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

„Forsendur breytinga eru að samkvæmt umferðargreiningu og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er ekki þörf á Kópavogsgöngum í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins,“ segir í tillögu um að horfið verði frá gerð Kópavogsganga undir Digranesháls.

<>

Tillagan, sem var samþykkt í skipulagsráði Kópavogs, felur jafnframt í sér nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu við Dalveg. Enginn mætti á kynningu vegna málsins og enginn sendi inn athugasemdir. Bergljót Kristinsdóttir, fulltrúi Samfylkingar í skipulagsráði, kvaðst hins vegar á fundinum andvíg því að spyrða þetta tvennt saman í eina tillögu.

„Æskilegt væri að nota tækifærið og fara í allsherjar hugmyndasamkeppni um Kópavogsdalinn og þjónustusvæðið efst við hann, þar sem sett væri fram framtíðarsýn um nýtingu svæðisins í heild í stað þess að bútasauma hvert svæði fyrir sig,“ bókaði Bergljót. Undir þetta tók Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, fulltrúi Pírata.

Heimild: Visir.is