„Henni var skilað vegna þess að skilmálar fyrir húsið sem var á lóðinni voru þannig að þeir féllu ekki að þeim kostnaðarramma sem Bjarg vinnur eftir.
Fjöldi íbúða var ekki nægilega mikill í hverju húsi fyrir sig til að hagkvæmni væri náð þannig að lóðinni var skilað í framhaldinu, eftir töluvert mikla skoðun,“ segir Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi.
Þröstur segir að alltaf fylgi því kostnaður að frumhanna byggingar og svo hafi einnig verið í þessu tilfelli. Hafnarfjarðarbær hefur gefið vilyrði fyrir annarri lóð undir íbúðir Bjargs, samkvæmt samkomulagi um úthlutun lóða fyrir rúmlega 150 íbúðir.
Þá vill íbúðafélagið koma fyrr inn í ferli við skipulagningu svæðisins og ætlar að leggja óskir sínar fram áður en bæjarfélagið ákveður skilmála.
Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun sem var stofnuð af ASÍ og BSRB. Markmið með starfseminni er að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að íbúðum til langtímaleigu, að norrænni fyrirmynd.
Félagið hefur fengið vilyrði fyrir lóðum á Akureyri, Akranesi, Selfossi í Ölfusi og í Hafnarfirði eins og áður sagði. Framkvæmdir eru hafnar við íbúðir í Reykjavík.
Heimild: Ruv.is