Home Fréttir Í fréttum Dæmi um að út­send­ir starfs­menn fá helm­ingi lægri laun

Dæmi um að út­send­ir starfs­menn fá helm­ingi lægri laun

170
0
Útsend­um starfs­mönn­um get­ur reynst erfitt að átta sig á lág­marks­laun­um sem gilda í gisti­rík­inu. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Dæmi eru um að út­send­ir starfs­menn séu á allt að 50% lægri laun­um í gisti­ríkj­um á Evr­ópska efna­hags­svæðinu en staðbundn­ir starfs­menn.

<>

Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. „[…] út­send­ir starfs­menn fá oft­ast greitt eft­ir lág­marks­laun­um í þeim lönd­um sem þeir fara til, en staðbundn­ir starfs­menn fá tölu­vert hærri laun fyr­ir sömu vinnu,“ seg­ir Al­ex­andra K. Arn­ars­dótt­ir sem ritað hef­ur loka­rit­gerð við HR um efnið.

Þar er sjón­um m.a. beint að reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins sem ger­ir þessa mis­mun­un mögu­lega, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta  Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is