Home Fréttir Í fréttum End­ur­meta áform um borg­ar­hót­el á Suður­lands­braut

End­ur­meta áform um borg­ar­hót­el á Suður­lands­braut

266
0

Ró­bert Aron Ró­berts­son, fram­kvæmda­tjóri Fest­is, seg­ir fé­lagið íhuga að hætta við 160 her­bergja hót­el á Suður­lands­braut 18. Fé­lagið hef­ur m.a. rætt við er­lend­ar hót­elkeðjur um rekst­ur hót­els.

<>

Aðal­eig­end­ur Fest­is eru hjón­in Ólaf­ur Ólafs­son, gjarn­an kennd­ur við Sam­skip, og Ingi­björg Kristjáns­dótt­ir.

Fé­lagið er að ljúka við bygg­ingu hót­els á Tryggvagötu sem Kea­hót­el­in taka yfir í lok júlí.

Fest­ir hef­ur jafn­framt fallið frá hug­mynd­um um hót­el á Héðins­reit.

Ró­bert Aron seg­ir rekstr­ar­um­hverfið hafa breyst að und­an­förnu.

„Ég met stöðuna þannig að á und­an­förn­um sex mánuðum hafi allt þyngst. Ég er þó ekki dómbær á hvort eitt­hvað hafi breyst í rekstr­ar­um­hverf­inu. Við erum ekki að reka hót­el. Maður heyr­ir að menn eru áhyggju­fyllri en áður og það smit­ast hratt út í allt sem teng­ist þessu.“

Ester Björns­dótt­ir, sölu­stjóri Kea­hót­ela, seg­ir tölu­vert minna um bók­an­ir frá hóp­um en í fyrra­sum­ar. Hins veg­ar sé bók­un­um frá ein­stak­ling­um alltaf að fjölga, en þær komi með styttri fyr­ir­vara. Kea­hót­el­in verða 11 í sum­ar.

Heimild: Mbl.is