Home Fréttir Í fréttum „Þetta er svo ógeðslega rotið“

„Þetta er svo ógeðslega rotið“

129
0
VÍSIR/VALLI

„Þetta er ótrúlega sárt og erfitt mál,“ segir Kristjana María Áskelsdóttir barnabarn konu sem situr nú uppi með ónýtt hús eftir að framkvæmdir á vegum Garðabæjar. Bæjarfélagið var í nóvember sýknað í Hæstarétti af kröfu um að greiða 35 milljónir í skaðabætur vegna framkvæmdanna. Kristjana segir málið hafa tekið virkilega á fjölskylduna og undrast mjög þau rök sem lögð voru fyrir í Hæstarétti, sem og það að bæjarfélagið vilji með engu móti koma til móts við konuna.

<>

Í samtali við Bítið segir Kristjana að húsið hafi byrjað að síga í kjölfar framkvæmdanna.

 

Verið var að leggja nýjan hitaveitustokk og er talið að húsið hafi sigið sökum þess að vatn hafi runnið undan lóðinni.

Núna í dag er það orðið ónýtt, lóðin er öll á skjön, grunnurinn á húsinu er farinn að síga og húsið er óíbúðarhæft. Við þurftum að flytja ömmu út úr húsinu fyrir tveimur árum síðan.
segir Kristjana og bætir við að búið sé að úrskurða húsið óíbúðarhæft og heilsuspillandi. Þá segir hún bæjarfélagið ekkert vilja gera fyrir gömlu konuna og þá þykir henni skjóta skökku við að Hæstiréttur hafi byggt dóminn á nýjum gögnum sem ekki voru til staðar í Héraðsdómi, en þau gögn voru meðal annars lögð fram af verkfræðistofu sem vinnur fyrir Garðabæ.

Fjölskyldan hefur nú eytt mörgum milljónum í málskostnað sem þau borga úr eigin vasa. Hún undrast mjög þau rök sem lögð voru fram í Hæstarétti, að húsið hafi verið illa byggt:

Málið er að húsið hefur staðið þarna í öll þessu ár og aldrei neitt verið að. Fyrir utan það húsið var náttúrulega byggt samkvæmt þeim lögum og reglum sem gildu á þeim tíma.

Hún segir ömmu sína nú búa í kjallaraíbúð með einu svefnherbergi:

Þetta er svo ógeðslega rotið, að manni finnst, þetta lítur þannig út. Við eigum ekki orð.

Hún segir fjölskylduna ekki tilbúna að sætta sig við þessa útkomu.

Við erum að skoða alla möguleika og sjá hvað við gerum gert.