Home Fréttir Í fréttum Stefna Arion banka vegna United Silicon

Stefna Arion banka vegna United Silicon

268
0
Magnús Garðarsson, stofnandi United Silicon. Mynd: Vb.is/Haraldur Guðjónsson

ÍAV og ítalska félagið Tenova, sem bæði komu að byggingu kísilvers United Silicon, hafa höfðað dómsmál fyrir Héraðsdómi Reykjaness þar sem fyrirtækin andmæla því að Arion banki hafi átt veðkröfu á þrotabú United Silicon. Félögin telja að krafan hafi átt að vera almenn krafa. Veðkrafan hafði í för með sér að Arion banki var fremst í kröfuhafaröðinni og tók yfir allar helstu eignir þrotabús United Silicon eftir að félagið var lýst gjaldþrota fyrr á þessu ári.

<>

Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV, býst við að lítið fáist upp í kröfur fyrirtækisins sem námu á annan milljarð króna vegna vangoldinna greiðslna við byggingu kísilversins nema dómur falli fyrirtækinu í vil.

„Eins og staðan er núna er ekki útlit fyrir það nema þetta dómsmál hnekki þessu.“

Talsverðir fjármunir geta verið í húfi fyrir kröfuhafa en Arion banki metur verksmiðjuna á ríflega fimm milljarða króna.

Arion banki telur málshöfðun ÍAV og Tenova ekki eiga við rök að styðjast en ef málið fellur bankanum í óhag hyggst bankinn endurgreiða þrotabúinu að því er fram kemur í skráningarlýsingu Arion baka.

Alls nema lýstar kröfur í þrotabú United Silicon um 23 milljörðum króna, þar af átti Arion banki stærstu kröfuna, um 9,5 milljarða króna.

Heimild: Vb.is