Home Fréttir Í fréttum Miðborg­in mun breyta um svip við end­ur­gerð Tryggvagötu frá Póst­hús­stræti að Lækj­ar­torgi

Miðborg­in mun breyta um svip við end­ur­gerð Tryggvagötu frá Póst­hús­stræti að Lækj­ar­torgi

155
0
Hér má sjá pylsu­vagn Bæj­ar­ins Bestu kom­inn á sinn stað. Ný spennu­stöð hef­ur verið byggð á torg­inu. Teikn­ing/​Reykja­vík­ur­borg

Fram­kvæmd­ir við end­ur­gerð Tryggvagötu frá Póst­hús­stræti að Lækj­ar­torgi hefjast í byrj­un næstu viku. Lokað verður fyr­ir um­ferð um Tryggvagötu á þess­um kafla þar til verki lýk­ur í byrj­un októ­ber. Bílaum­ferð verður á meðan beint um Geirs­götu.

<>

Þá munu einnig hefjast fram­kvæmd­ir við Stein­bryggju, en svo heit­ir nú sá kafli Póst­hús­stræt­is sem er á milli Tryggvagötu og Geirs­götu. Á fram­kvæmda­tíma verður hún að mestu opin fyr­ir gang­andi veg­far­end­ur með ein­hverj­um und­an­tekn­ing­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Reykja­vík­ur­borg.

Miklar framkvæmdir eiga sér nú stað í miðbænum.
Mikl­ar fram­kvæmd­ir eiga sér nú stað í miðbæn­um. mbl.is/​RAX

Tvær nýj­ar göngu­göt­ur

Inni á bygg­ing­ar­reitn­um er einnig að hefjast vinna við frá­gang nýrra göngugatna sem fengið hafa heit­in Kola­gata og Tóna­gata. Kola­gata mun liggja á milli Stein­bryggju og Kalkofns­veg­ar, sam­síða Tryggvagötu og Geirs­götu. Tóna­gata mun liggja frá Tryggvagötu yfir Geirs­götu að tón­list­ar­hús­inu Hörpu.

Bæj­ar­torg, þar sem hinn heims­frægi pylsu­vagn Bæj­ar­ins bestu hef­ur staðið um ára­tuga skeið, verður end­ur­gert sam­tím­is. Bæj­ar­ins bestu fá framtíðarstað á Bæj­ar­torgi að fram­kvæmd­um lokn­um en pylsu­vagn­inn hef­ur verið til bráðabirgða við hlið Eim­skipa­fé­lags­húss­ins.

Sam­hliða þess­um fram­kvæmd­um er unnið að lokafrá­gangi á Kalkofns­vegi og Geirs­götu, en ekki er gert ráð fyr­ir frek­ari trufl­un­um á um­ferð vegna þess.

Kalkofns­veg­ur verður tek­inn í notk­un í áföng­um og í lok vik­unn­ar verður um­ferð hleypt á nýj­an kafla, vest­ari ak­rein, frá Sæ­braut að Geirs­götu. Þá verða einnig virkjuð ný um­ferðarljós á gatna­mót­um Geirs­götu og Kalkofns­veg­ar í lok vik­unn­ar. Ljós­a­stýr­ing verður stillt til að mæta um­ferðarflæði um breytt gatna­mót.

Fram­kvæmd­irn­ar munu óneit­an­lega hafa áhrif á mann­lífið í miðborg­inni og verða gerðar sér­stak­ar ráðstaf­an­ir til að beina gang­andi veg­far­end­um um ör­ugg­ar göngu­leiðir, seg­ir í frétt frá borg­inni. Skilti verða sett upp á nokkr­um stöðum til að vísa veg­inn og verða þau einnig á ensku vegna þess mikla fjölda er­lendra ferðamanna sem eru á þess­um slóðum.

Heimild: Mbl.is