31.5.2018
Tilboð opnuð 25. maí 2018. Hækkun og breikkun á þremur köflum Hringvegar í Öræfasveit. Kaflarnir eru beggja megin brúa yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi, Hólá og Stigá, en verið er að byggja nýjar brýr yfir þær tvær síðarnefndu. Verkinu er skipt í tvo verkhluta og er bjóðendum heimilt að gera tilboð í annan hvorn verkhlutann eða báða. Verkkaupi mun taka lægsta tilboði sem uppfyllir kröfur útboðslýsingar í hvorn verkhluta fyrir sig.
Helstu magntölur eru:
Verkhluti 1: Breiðamerkurlón
– Fylling úr skeringum 1160 m3
– Fylling úr námu 5790 m3
– Ræsalögn 27 m
– Styrktarlag 3340 m3
– Burðarlag 1035 m3
– Tvöföld klæðing 5690 m2
Verkhluti 2: Hólá-Stigá
– Fylling úr skeringum 2990 m3
– Styrktarlag 2785 m3
– Burðarlag 1070 m3
– Tvöföld klæðing 6050 m2
Öllum þáttum við gerð vegar við Stigá skal lokið fyrir 20. júlí 2018 og verkinu öllu fyrir 10. september 2018.
Verkhluti 1: Breiðamerkurlón:
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Jökulfell ehf., Höfn | 45.953.516 | 135,5 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 33.916.000 | 100,0 | -12.038 |
Verkhluti 2: Hólá-Stigá:
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Jökulfell ehf., Höfn | 32.636.185 | 131,9 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 24.738.000 | 100,0 | -7.898 |