Home Fréttir Í fréttum 44 nýjar íbúðir byggðar á Selfossi fyrir fólk á leigumarkaði

44 nýjar íbúðir byggðar á Selfossi fyrir fólk á leigumarkaði

546
0
Frá undirritun samningsins í Tryggvaskála í dag. Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Árborg handsalar hér samninginn við þau Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ og Elínu Björgu Jónsdóttur, formann BSRB. Fyrir aftan eru hluti af bæjarfulltrúum í Árborg og formaður Foss sem er Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi. Mynd/magnús hlynur hreiðarsson

Fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar og ASÍ og BSRB skrifuðu í dag undir samning um byggingu 44 nýrra íbúða á Selfossi. Kostnaðurinn er um 1,3 milljarður króna. Um er að ræða leiguíbúðir á vegum Bjargs íbúðafélags sem er í eigu verkalýðsfélaganna. Verkefnið verður unnið í samræmi við áherslur Bjargs og Sveitarfélagsins Árborgar í húsnæðismálum.

<>

Nýju íbúðirnar verða byggðar í landi sem er nú í deiliskipulagsferli í Björk á Selfossi.  Íbúðirnar verða alls 44. Á árinu 2018 verður veitt vilyrði fyrir lóðum fyrir 28 íbúðir og árið 2020 verður úthlutað lóðum fyrir 16 íbúðir.

Bjarg íbúðarfélag sem BSRB og ASÍ eiga starfar samkvæmt kerfi að danskri fyrirmynd og er því ætlað að verða hagstæður og öruggur valkostur fyrir fólk á leigumarkaði. Íbúðafélagið er sjálfseignarstofnun sem starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir og er rekið án hagnaðarmarkmiða. Skilyrði er að íbúðirnar verði leigðar út til fólks með lágar- og meðaltekjur líkt og á að gera á Selfossi.

Heimild: Visir.is