Home Fréttir Í fréttum Íþróttahús fyrir 4,2 milljarða í Garðabæ

Íþróttahús fyrir 4,2 milljarða í Garðabæ

526
0

Verkið verður meðal annars fjármagnað með sölu lóða við Vífilstaði.

<>

Áætlað er að fjölnota íþróttahús rísi í Vetrarmýri í Garðabæ og verði tilbúið í árslok 2020. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Garðabær efndi til hugmyndasamkeppni fyrr á þessu ári og varð tillaga verktakafyrirtækisins ÍAV fyrir valinu. Um er að ræða yfirbyggðan knattspyrnuvöll sem verður lengdur um tuttugu metra.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar segir að bygging hússins sé hluti af þeirri miklu uppbygingu sem er að eiga sér stað á svæðinu.

Heimild: Vb.is