Home Fréttir Í fréttum 11.06.2018 Færanlegar stofur, hönnun og smíði – Alútboð

11.06.2018 Færanlegar stofur, hönnun og smíði – Alútboð

311
0
Mynd: Reykjavík.is

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

<>

Færanlegar stofur, hönnun og smíði – Alútboð nr. 14260.

Lauslegt yfirlit yfir verkið: 
Verkið fellst í að hanna, smíða, flytja á verkstað og setja niður 5 færanlegar leikskólastofur í Reykjavík sem staðsettar verða á lóðum eftirtalinna leikskóla:

Reynisholt, Gvendargeisli 13, 113 Reykjavík
Austurborg, Háaleitisbraut 70, 105 Reykjavík
Kvistaborg, Kvistaland 26, 108 Reykjavík
Jöklaborg, Jöklasel 4, 109 Reykjavík
Hof, Gullteigur 19, 105 Reykjavík

Stærð hverrar stofu skal vera sem næst 80 m2 og auðvelt þarf að vera að færa þær á milli staða innan Reykjavíkur. Stofurnar þjóna almennri starfsemi í leikskólum en einnig þarf að vera hægt að breyta þeim í kennslustofur eða fyrir frístundastarfsemi grunnskólanna. Stofurnar skulu uppfylla kröfur um aðgengi fyrir alla. Bjóðendur miði við að húsin getir verið sett niður á hellur á malbiki eða fyllingarpúða eftir því sem við á.
Innsend gögn bjóðanda verða yfirfarin eftir matskerfi þar sem annars vegar er gefin stig fyrir hönnun og hinsvegar fyrir verð.

Útboðsgögn verða  eingöngu  aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: https://utbod.reykjavik.is  – frá kl. 15:00 miðvikudaginn 16. maí  2018. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku.  Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“ eða „Nýskráning“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, mánudaginn 11. júní  2018.