F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í verkið:
Innsiglingaviti við Sæbraut. Útsýnispallur, tröppur og skábraut – Útboð nr. 14261
Verkið felst m.a. í því að grafa og fylla undir steypta/malbikaða/hellulagða fleti, steypa útsýnispall, tröppur og skábraut á fyllingu, setja upp handrið, setja upp setbekk úr grágrýti, malbika, leggja hellur, leggja snjóbræðslu í steypu, þökuleggja og ganga frá gróðursvæðum.
• Fylling 250 m3
• Steypumót 300 m2
• Bendistál 6.700 kg
• Steinsteypa 70 m3
• Snjóbræðsluslöngur 1.600 m2
• Malbikun 940 m2
• Handrið 105 m
• Þökulögn 2.200 m2
• Innsteypt ljós í tröppur/þrep 30 stk
Verklok: 15. ágúst. 2018
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: https://utbod.reykjavik.is – frá kl. 14:00 þriðjudaginn 15. maí 2018.
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“ eða „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 14:00 þann 30. maí 2018.