Home Fréttir Í fréttum Heklureit­ur er langt kom­inn í skipu­lag­inu

Heklureit­ur er langt kom­inn í skipu­lag­inu

359
0
Hér er horft frá Lauga­vegi 176 og vest­ur eft­ir að Hlemmi. Byggja á hundruð íbúða við göt­una. Teikn­ing/​Yrki arki­tekt­ar

Reiknað er með að deili­skipu­lag Lauga­veg­ar 168-176 í Reykja­vík verði samþykkt á næstu vik­um. Þar er svo­nefnd­ur Heklureit­ur. Reit­ur­inn er nefnd­ur eft­ir höfuðstöðvum bílaum­boðsins Heklu við Lauga­veg. Sam­hliða upp­bygg­ing­unni mun Hekla byggja upp nýj­ar höfuðstöðvar í Suður-Mjódd í Reykja­vík.

<>

Friðbert Friðberts­son, for­stjóri Heklu, von­ast til að skipu­lags­vinna verði end­an­lega af­greidd í sum­ar­lok.

„Síðan verður hugað að því að koma svæðinu í upp­bygg­ingu. Við ger­um ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir hefj­ist jafn­vel inn­an tveggja til þriggja ára,“ seg­ir Friðbert.

Hann tel­ur að verk­efn­inu verði áfanga­skipt. Gert sé ráð fyr­ir niðurrifi allra bygg­inga á svæðinu.

„Eðli verks­ins sam­kvæmt er þó mik­il­vægt að svæðið bygg­ist hratt upp svo það verði ekki mikið ónæði fyr­ir nýja íbúa og nærum­hverfi,“

seg­ir Friðbert um verk­efnið.

Hekla er 85 ára í ár og hef­ur verið með aðset­ur á Lauga­vegi síðan 1962. Friðbert seg­ir að með flutn­ingn­um leit­ist fyr­ir­tækið m.a. við að bæta aðstöðuna og þannig bæta þjón­ust­una við viðskipta­vini.

Hugmyndir eru um eina akrein í hvora átt við Nóatún ...
Hug­mynd­ir eru um eina ak­rein í hvora átt við Nóa­tún og bíla­stæði. Teikn­ing/​Yrki arki­tekt­ar

Fimm fjöl­býl­is­hús og hót­el

Yrki arki­tekt­ar unnu sam­keppni borg­ar­inn­ar um hönn­un ramma­skipu­lags svæðis­ins. Það af­mark­ast af Lauga­vegi, Bol­holti, Skip­holti, Braut­ar­holti og Nóa­túni. Þeir hafa nú unnið deili­skipu­lag á hluta þess.

Ásdís Helga Ágústs­dótt­ir, arki­tekt hjá Yrki arki­tekt­um, seg­ir svæðinu skipt í þrjá reiti, A, B og C. Heklureit­ur sé hluti af deili­skipu­lagi fyr­ir Lauga­veg 168-176, eða A-reit. Hekla og Varmi séu eig­end­ur lóða að frá­töld­um Lauga­vegi 176 sem sé í eigu Reita. Það er gamla Sjón­varps­húsið og eru áform um að breyta því í hót­el. Önnur arki­tekta­stofa hann­ar hót­elið. Á Lauga­vegi 168-174 eru áform um að byggja fjór­ar blokk­ir með um 400 íbúðum, at­vinnu­starf­semi og gisti­starf­semi. Ásdís Helga seg­ir áskor­un að teikna íbúðar­hús sem snúa í norður. Til að tryggja góða birtu séu hús­in lát­in stall­ast frá norðri til suðurs. Nokk­ur hæðarmun­ur er á svæðinu. Stall­arn­ir skulu vera gróður­vænt úti­svæði. Á jarðhæð við Lauga­veg á að hafa góða loft­hæð til að tryggja bjart­ar og opn­ar hæðir. Þar verður rými fyr­ir versl­un og þjón­ustu.

Svona leit Laugavegur 170 út á fyrri stigum hönnunar.
Svona leit Lauga­veg­ur 170 út á fyrri stig­um hönn­un­ar. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Göngu­ás liggi í gegn­um svæðið

Ásdís Helga seg­ir borg­ina hafa fylgt eft­ir mark­miðum ramma­skipu­lags fyr­ir svæðið í heild. Þá meðal ann­ars varðandi gæði byggðar­inn­ar. Hugað sé að teng­ing­um milli íbúðabyggðar. Þá til dæm­is með göngu­ás frá Braut­ar­holti og í gegn­um ramma­skipu­lags­reit­inn. Á sama hátt sé hugað að teng­ing­um frá Lauga­vegi og upp hverfið að Braut­ar­holti og Skip­holti. Hún seg­ir um fjórðung íbúða á Heklureitn­um verða miðaðan við þarf­ir þeirra sem ekki vilja eða geta lagt mikið fé í eigið hús­næði.

Hjálm­ar Sveins­son, formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs, seg­ir það fagnaðarefni hversu langt vinn­an við deili­skipu­lagið er kom­in. Það bíði nú af­greiðslu um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs og svo borg­ar­ráðs. Hjálm­ar kveðst eiga von á að um­hverf­is- og skipu­lags­ráð samþykki skipu­lagið.

Hann seg­ir hluta fyr­ir­hugaðrar borg­ar­línu munu liggja meðfram Heklureitn­um á Suður­lands­braut. Til að rýma fyr­ir borg­ar­lín­unni verði götu­rými fyr­ir bíla fórnað.

Hjálm­ar seg­ir að með upp­bygg­ing­unni fái svæðið meiri miðborg­ar­brag.

„Þetta er lyk­il­reit­ur ná­lægt Hlemmi í jaðri miðborg­ar­svæðis­ins. Hann ligg­ur frá­bær­lega vel við al­menn­ings­sam­göng­um. Þetta pass­ar vel við borg­ar­línu­áformin. Það er gert ráð fyr­ir að borg­ar­lín­an fari þarna fram­hjá og svo vest­ur Suður­lands­braut og yfir Elliðaárn­ar,“ seg­ir Hjálm­ar.

Heimild: Mbl.is