Á næstu árum verður ráðist í endurnýjun og uppsetningu þriggja stólalyfta í Bláfjöllum og endurnýjun stólalyftu í Skálafelli. Að auki verður aðstaða til skíðagöngu bætt, og settur upp búnaður til snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, segir að rannsakað hafi verið gaumgæfilega hvort vatnsverndarsjónarmið á svæðinu leyfi snjóframleiðslu.
„Niðurstaðan er sú að hér er óhætt að framleiða snjó. Það er það sem við ætlum að gera hérna, að framleiða snjó. Við ætlum líka að endurnýja lyftukostinn nánast frá a til ö sem mun, ásamt snjóframleiðslunni, marka algjörlega nýtt upp skíðaíþróttarinnar sem fjölskyldusports og keppnisíþróttar hér á landi,“ sagði Ármann við undirritun samkomulags sveitarfélaganna í Bláfjöllum í dag.
Heimild: Ruv.is