Home Fréttir Í fréttum 3,6 milljarðar í betrumbætur á skíðasvæðum

3,6 milljarðar í betrumbætur á skíðasvæðum

130
0
Mynd: RÚV
Skíðaaðstaða á höfuðborgarssvæðinu verður bætt til muna á næstu árum, samkvæmt nýju samkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin ætla að verja til þess 3,6 milljörðum króna frá árinu 2019 til 2024..

Á næstu árum verður ráðist í endurnýjun og uppsetningu þriggja stólalyfta í Bláfjöllum og endurnýjun stólalyftu í Skálafelli. Að auki verður aðstaða til skíðagöngu bætt, og settur upp búnaður til snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, segir að rannsakað hafi verið gaumgæfilega hvort vatnsverndarsjónarmið á svæðinu leyfi snjóframleiðslu.

<>

„Niðurstaðan er sú að hér er óhætt að framleiða snjó. Það er það sem við ætlum að gera hérna, að framleiða snjó. Við ætlum líka að endurnýja lyftukostinn nánast frá a til ö sem mun, ásamt snjóframleiðslunni, marka algjörlega nýtt upp skíðaíþróttarinnar sem fjölskyldusports og keppnisíþróttar hér á landi,“ sagði Ármann við undirritun samkomulags sveitarfélaganna í Bláfjöllum í dag.

Heimild: Ruv.is