Home Fréttir Í fréttum Hótelið gæti kostað 20 milljarða

Hótelið gæti kostað 20 milljarða

193
0
Mynd: Vb.is/ Haraldur Guðjónsson

Kostnaður við byggingu Marriott Edition hótelsins sem er að rísa við Hörpu mun fara milljarða fram úr áætlunum.

<>

Upphaflega var áætlaður kostnaður við byggingu hótelsins, sem nú rís við tónlistar- og ráðstefnuhöllina Hörpu og á að hýsa hótel Marriott Edition keðjunnar, um 16 milljarðar.

Nú er hns vegar komið í ljós að kostnaðurinn gæti slagað upp í 20 milljarða að því er Morgunblaðið segir frá, meðal annars vegna gengishækkana frá árinu 2016 þegar áætlanirnar voru gerðar.

Einnig komi til vanmat á útreikningum Mannvits á burðarþoli byggingarinnar sem hafi kallað á dýrari aðgerðir við undirstöðurnar. Eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá hefur ÞG Verk stefnt byggingarrétthafa hótelsins vegna ólöglegs útboðs á uppsteypu hótelsins.

Stór hluti fjármögnunar hótelsins kemur frá Cambridge Plaza Hotel Company ehf., sem aftur er hægt að reka til Cambridge Iceland Investors, félags sem er með póstfang á sama stað í Bandaríkjunum og fjárfestingarfyrirtækið Carpenter & Company að því er RÚV hefur greint frá.

Fyrirtækið er nú sagt tregt til að vilja leggja verkefninu meira fé og séu forsvarsmenn verkefnisins nú að vinna að finna aukið fjármagn til þess. Arion banki sem hefur lánað til verkefnisins er þó ekki sagt vera spenntur fyrir að auka áhættu sína af verkefninu.

Heimild: Vb.is