Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Nýtt hjúkrunarheimili við Sólvang í opnar í haust

Nýtt hjúkrunarheimili við Sólvang í opnar í haust

366
0
Mynd: Munck Íslandi

Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi standa nú sem hæst og stefnd er að því að fyrstu heimilismenn flytji þar inn í nóvember.  Um er að ræða 60 rýma hjúkrunarheimili sem gert er ráð fyrir að tilbúið verði til notkunar um mitt ár 2018.

<>

Hugmyndir eru uppi um áframhaldandi nýtingu á núverandi húsnæði Sólvangs í þágu eldri borgara í sveitarfélaginu auk þess að reka þar hjúkrunarheimili. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa lagt ríka áherslu á að Sólvangur verði miðstöð fyrir ýmsa þjónustu við eldri borgara og í verkefnastjórninni hefur ríkt þverpólitísk samstaða.

Verkefnastjórn hjúkrunarheimilisins ásamt bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskylduþjónustu og umhverfis- og skipulagsþjónustu heimsóttu verkstað í vikunni. Gísli Ó. Valdimarsson byggingarstjóri fór um húsið í kjallara þess þar sem aðstaða fyrir sjúkraþjálfun verður. Þá var fyrsta hæð hússins skoðuð en önnur og þriðja hæð hússins verða í aðalatriðum eins.

Byggingarframkvæmdir ganga vel en gert er ráð fyrir að taka húsið í notkun seinni hluta ársins. Öll vinna starfshóps er í samræmi við stefnumótun í málefnum aldraðra frá árinu 2006 um að Sólvangur verði miðstöð öldrunarþjónustu í Hafnarfirði sem síðar var uppfærð árið 2012

Dagdvöl aldraðra er í dag starfandi á neðstu hæð Sólvangs og er gert ráð fyrir þeirri starfsemi áfram. Auk þess hentar húsið vel fyrir félagsstarf eldri borgara, aðsetur heimaþjónustu, dagþjálfun fyrir heilabilaða, sjúkraþjálfun, mötuneyti og fleira. Staðsetning heilsugæslunnar á Sólvangi styður enn frekar við þessar hugmyndir

Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á að eldra hús verði áfram nýtt fyrir dvalarrými og viðræður eru í gangi við heilbrigðisráðherra sem hefur tekið jákvætt í erindið.  Fyrir liggur að hægt er að koma fyrir allt að 33 dvalarrýmum miðað við núgildandi kröfur.

Ráðherra hefur tekið jákvætt í erindi Hafnarfjarðarbæjar enda liggur fyrir að það  töluvert hagkvæmara en að byggja  nýtt húsnæði og tekur helmingi styttri tíma og vonir standa þvi til að niðurstaða liggi fyrir fljótlega.

Heimild: Hafnarfjodur.is