Home Fréttir Í fréttum Deilt um byggingu súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju fyrir Hæstarétti

Deilt um byggingu súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju fyrir Hæstarétti

140
0
Mynd: Vb.is/Aðsend mynd

Hæstiréttur kvað upp dóma í tveimur málum þann 26. apríl síðastliiðinn sem rekin voru samhliða um kröfur Sigríðar Jónsdóttur, Ólafs Þórs Jónssonar, Harðar Einarssonar og Reykjaprents ehf. vegna súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju sem einkahlutafélagið Ísaga opnaði á dögunum í sveitarfélaginu Vogum.

<>

Í öðru málinu var þess krafist að felld yrði úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins um að staðfesta deiliskipulagsbreytingu fyrir iðnaðarsvæðið þar sem verksmiðjan skyldi rísa, en í hinu málinu var gerð krafa um að þrjú byggingarleyfi sem sveitarfélagið hafði gefið út vegna byggingar verksmiðjunnar yrðu felld úr gildi.

Byggt var á ýmsum málsástæðum í báðum málum, meðal annars því að deiliskipulagsbreytingin hefði ekki sætt umhverfismati og hún bæði gerbreytt eðli deiliskipulagsins og eyðilagt innra samræmi þess. Þá hefði ekki verið lögð fram fullnægjandi áætlun um stórslysavarnir. Héraðsdómur féllst ekki á kröfur sækjenda og kvað upp sýknudóma í báðum málum. Hæstiréttur staðfesti báða dóma héraðsdóms.

Dómana í heild sinni má lesa hér og hér.

Heimild: Sudurnes.net