Vegagerðin býður hér með út endurbyggingu Dagverðareyrarvegar (816) frá Hlöðum að Tréstöðum, samtals um 1,55 km.
Helstu magntölur eru:
- – Skeringar 2.480 m3
- – Fyllingar 1.680 m3
- – Fláafleygar 970 m3
- – Styrktarlag (neðra burðarlag) 2.090 m3
- – Óbundið burðarlag (efra burðarlag) 3.100 m3
- – Tvöföld klæðing 9.970 m2
- – Ræsalögn 62 m
- – Frágangur fláa 14.480 m3
Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2018.
Útboðsgögnin eru seld hjá Vegagerðinni Miðhúsavegi 1 á Akureyri og Borgartúni 7 í Reykjavík frá og með mánudeginum 30. apríl 2018. Verð útboðsgagna er 4.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 15. maí 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 sama dag.