Home Fréttir Í fréttum Hafna stöðvun á Þingvallavegi

Hafna stöðvun á Þingvallavegi

145
0
Mynd: VÍSIR/VILHELM

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnar kröfu Landverndar um stöðvun framkvæmda við Þingvallaveg enda hafi framkvæmdaleyfi ekki verið gefið út.

<>

Landvernd kærði ákvörðun Skipulagsstofnunar um að endurbætur á Þingvallavegi á milli þjónustumiðstöðvar og vegamóta við Vallarveg þyrftu ekki í mat á umhverfisáhrifum.

Þess var krafist að framkvæmdin færi í slíkt mat og að framkvæmdir við endurbætur vegarins yrðu stöðvaðar á meðan fjallað væri um málið.

„Verður ekki séð að knýjandi nauðsyn sé á að fallast á kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda, enda veitir hin kærða ákvörðun ekki heimild til þess að þær hefjist,“ segir úrskurðarnefndin hins vegar.

Heimild: Visir.is