Home Fréttir Í fréttum Strompurinn á Akranesi verður rifinn

Strompurinn á Akranesi verður rifinn

138
0
Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.is
Tæplega 95% íbúa á Akranesi, sem tóku þátt í könnun um framtíð sementsstrompsins í bænum, vilja að hann verði rifinn. Skoðanakönnunin var gerð meðal íbúa dagana 18. – 24. apríl. Alls tóku 1.095 þátt í könnuninni. 1.032 íbúar vildu að strompurinn yrði rifinn og 63 íbúar vildu að hann stæði áfram.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri, sagði í samtali við fréttastofu að búið sé að taka ákvörðun um að breyta deiliskipulagi bæjarins svo hægt verði að rífa strompinn. Hann segir að gerður verði minnisvarði um strompinn og atvinnusögu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi.

<>

Niðurstaða könnunarinnar verður höfð til hliðsjónar við skipulagningu á Sementsreitnum. Sævar segir að mikil ánægja sé með þátttöku íbúa í könnuninni. Ljóst sé að bæjarbúar vilji verja fjármunum bæjarins í annað en viðhald á strompinum.

Heimild: Ruv.is