Home Fréttir Útboð 27.05.2015 Nýr stigi milli efri og neðri útsýnissvæða á Gullfossi

27.05.2015 Nýr stigi milli efri og neðri útsýnissvæða á Gullfossi

171
0

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Umhverfisstofnunar, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við smíði, uppsetningu og frágang á um það bil 60 metra löngum nýjum stiga, með hvíldar- og útsýnispöllum, sem tengir saman efri og neðri útsýnissvæðin á friðlandinu við Gullfoss.

<>

Breidd nýja stigans er 3 metrar og hæð handriða til varnar falli er 1,1 metri. Fyrir miðjum stiga er einnig gert ráð fyrir stuðningshandriði í 0,9 metra hæð.
Hvíldarpallar eru staðsettir á eftir hverju tólfta þrepi og hver pallur myndar þannig þrettánda þrepið. Stærri útsýnispallur með hvíldarbekk og útsýni að fossinum er svo staðsettur um það bil fyrir miðju.

Grafa þarf fyrir og ganga frá steyptum undirstöðum stigans.
Burðarvirki stigans er sett saman af bitum úr prófílstáli og stálgrind en stigaþrepin úr stálristum. Allt stál í burðarvirki og þrepum skal vera heitgalvanhúðað.
Yfirborðsefni hvíldar- og útsýnispalla er lerki en handrið eru úr ryðfríu stáli og handlistar úr Accoya við.
Í verkinu felst einnig að fjarlægja og farga eldri stiga.

Helstu magntölur eru:

Fyllingar                                   185 m3
Steinsteypa                                13 m3
Heitgalvanhúðað stálvirki     10.000 kg
Heitgalvanhúðuð þrep              196 stk
Handrið með handlista             192 m
Klæðning úr lerki                     120 m2
Sáning                                     200 m2
Þökur                                      100 m2

Vettvangsskoðun verður haldin 15. maí kl. 13:00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. október 2015.

Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 12. maí.

Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 27. maí kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS