Home Fréttir Í fréttum Skagastrandarhöfn auglýsir eftir tilboðum gerð smábátahafnar

Skagastrandarhöfn auglýsir eftir tilboðum gerð smábátahafnar

111
0
Skagastrandarhöfn. Mynd:FE
Skagastrandarhöfn hefur auglýst eftir tilboðum í gerð smábátahafnar sem felst í dýpkun, byggingu skjólgarðs og uppsetningu landstöpla. Verkinu á að vera lokið eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi. Útboðsgögn má nálgast hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7 í Reykjavík frá og með þriðjudeginum 24. apríl og kosta þau 5.000 kr. Tilboðum skað skilað á sama stað, fyrir klukkan 14:00, þriðjudaginn 8. maí 2018 og verða þau opnuð þar klukkan 14:15 þann dag.

Helstu verkþættir og magntölur eru:

<>

Dýpkun í -2,5m, 9.500 m3.
Flokkað grjót og sprengdur kjarni, 6.500 m3.
Fyllingarefni 3.600 m3.
​Uppsetning landstöpla, tvö stykki.

Heimild: Feykir.is