Home Fréttir Í fréttum Garðbæingar fá nýja sundlaug í sumargjöf

Garðbæingar fá nýja sundlaug í sumargjöf

317
0
Ásgarðslaug að endurbótum loknum. Mynd: Vísir / Vilhelm

Ásgarðslaug opnaði í dag  sumardaginn fyrsta eftir miklar endurbætur. Í tilefni af því var boðið upp á tónlistaratriði innandyra og hressingu við sundlaugarbakkann.  Ókeypis aðgangur verður í laugina á opnunardag og allt fram til 22. apríl.

<>
Nýir heitir pottar hafa verið byggðir með nuddstútum undir yfirborðinu.Vísir / Vilhelm
Nýr kaldavatnspottur var byggður.Vísir / Vilhelm
Byggð var ný vað- og setlaug með barnarennibraut.Vísir / Vilhelm
Gufubaðið hefur verið endurnýjað.Vilhelm / Vísir
Útiklefar hafa verið endurnýjaðir.Vísir / Vilhelm
Í inniklefum eru nýir klefar fyrir fatlað fólk.
Allar sturtur hafa verið endurnýjaðar.Vísir / Vilhelm
Í nýju vaktherbergi verður eftirlits- og myndavélakerfi sem eykur öryggi sundlaugargesta. Vísir / Vilhelm
Heimild: Visir.is