Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Stækkun Íþróttahússins í Þorlákshöfn

Stækkun Íþróttahússins í Þorlákshöfn

346
0
Mynd: olfus.is

Undirritun samnings, um stækkun íþróttahússins í Þorlákshöfn, fór fram í íþróttamiðstöð Þorlákshafnar, föstudaginn 13. apríl.

<>

Það eru Trésmíðar Sæmundar ehf. og Garpar ehf. sem munu vinna verkið og voru það fulltrúar frá þeim ásamt Gunnsteini Ómarssyni bæjarstjóra sem undirrituðu samningana.

Jafnframt var fyrsta skóflustungan tekin að nýrri byggingu.

Einnig var undirritaður samningur við Garpa ehf. um gerð nýrra heitra potta við sundlaugina. En vinna við þá er hafin og áætlað er að þeir verði tilbúnir til notkunar í sumarlok.

Heimild: Olfus.is