Home Fréttir Í fréttum Reykjavíkurborg býður út lóðir

Reykjavíkurborg býður út lóðir

213
0
Að uppbyggingu lokið verður Úlfarsárdalur alls 1.300 íbúða hverfi. Mynd: VISIR/Vilhelm

Reykjavíkurborg hefur auglýst opið útboð á byggingarrétti fyrir 255 íbúðir í Úlfarsárdal. Þar af er 151 íbúð í fjölbýli og munu aðeins lögaðilar geta boðið í þær lóðir. Einstaklingar munu þó geta boðið í lóðir fyrir alls 32 einbýlishús, 20 íbúðir í tvíbýlishúsum og fjölda lóða undir raðhús. Tekið verður við tilboðum til hádegis 4. maí.

<>

Auk lóða í almennu útboði hefur byggingarrétti fyrir 148 íbúðir verið ráðstafað til íbúðafélaga sem rekin eru án hagnaðarmarkmiða. Alls eru því rúmlega 400 íbúðir að fara í uppbyggingu í Úlfarsárdal. Allar aðrar lóðir í hverfinu eru þegar seldar.

Neðst í dalnum við Úlfarsá er í byggingu mannvirki sem hýsa mun skóla, leikskóla, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttastarfsemi. Nú þegar hefur hluti byggingarinnar verið tekinn í notkun og næsti áfangi verður tekinn í notkun næsta haust. Að uppbyggingu lokið verður Úlfarsárdalur alls 1.300 íbúða hverfi.

Heimild:Visir.is