Home Fréttir Í fréttum Hverfið í Úlfarsárdal stækkað á ný

Hverfið í Úlfarsárdal stækkað á ný

227
0
Mynd: Haraldur Guðjónsson /vb.is

Reykjavíkurborg hefur auglýst að af byggingarrétti fyrir 400 nýjar íbúðir í Úlfarsárdal þá fara 148 þeirra ekki á almennan markað heldur í alls kyns sérúrræði. Það gerir að um 37% íbúðanna sem fara ekki á almennan húsnæðismarkað.

<>

Hafa lóðirnar verið skipulagðar annars vegar við Leirtjörn en einnig eru lausar lóðir í grónari hluta hverfisins. Reykjavíkurborg hefur auglýst opið útboð á byggingarrétti fyrir 255 íbúðir og verður tekið við tilboðum til hádegis 4. maí.

Auk lóða í almennu útboði hefur byggingarrétti fyrir 148 íbúðir verið ráðstafað en Búseti og Bjarg íbúðafélag hafa fengið vilyrði fyrir lóðum við Leirtjörn og einnig hefur verið tekin frá lóð fyrir verkefni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir fyrstu kaupendur. Á þessum lóðum verða um 148 íbúðir.

Um 10 þúsund íbúða byggð lækkuð í 800 íbúðir

Með tilkomu þessara 400 íbúða sem eru að fara í uppbyggingu í Úlfarsárdal stefnir í að byggðin í Úlfarárdal verði 1.300 íbúða hverfi þegar allt er uppbyggt. Aðrar lóðir eru nú þegar seldar. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir allt að 10 þúsund íbúðum og að þarna myndi rísa um 25 þúsund manna hverfi, en síðar fækkaði meirihlutinn í borginni íbúðunum, fyrst niður í 800, en síðar voru áætlanirnar færðar upp í 1.000.

Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri í Reykjavík, í krafti meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar, en Eyþór Arnalds borgarstjóraefni stærsta flokksins í minnihlutanum, Sjálfstæðisflokksins það sem eitt sinna kosningaloforða að klára byggðina í Úlfarsárdal.

Íbúðirnar 255 sem boðnar eru í því opna útboði nú stendur yfir skiptast á nokkrar húsgerðir og er breytilegt eftir húsgerð hvort einstaklingar og/eða lögaðilar geta boðið í þær. Skiptingin er eftirfarandi:

  • Fjölbýli, 151 íbúð – lögaðilar
  • Raðhús, 48 íbúðir – einstaklingar og lögaðilar á nokkrum lóðum
  • Parhús, 4 íbúðir – einstaklingar
  • Einbýlishús, 32 einbýli – einstaklingar
  • Tvíbýlishús/einbýlishús, 20 íbúðir – einstaklingar

 

 

Heimild: Vb.is