Home Fréttir Í fréttum Und­ir­búa viðbygg­ingu við Stjórn­ar­ráðið

Und­ir­búa viðbygg­ingu við Stjórn­ar­ráðið

235
0
Stjórn­ar­ráðshúsið við Lækj­ar­götu. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins býður til tveggja op­inna sam­keppna fyr­ir hönd for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins. Ann­ars veg­ar er um að ræða fram­kvæmda­sam­keppni um 1.200 m² viðbygg­ingu við gamla Stjórn­ar­ráðshúsið í Reykja­vík og hins veg­ar hug­mynda­sam­keppni um skipu­lag svo­kallaðs Stjórn­ar­ráðsreits sem mark­ast af Ing­ólfs­stræti, Skúla­götu, Klapp­ar­stíg og Lind­ar­götu.

<>

Fram kem­ur á vef Fram­kvæmda­sýslu, að viðbygg­ing­in eigi m.a. að hýsa flest­ar skrif­stof­ur for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, fund­ar­rými og aðstöðu fjöl­miðla. Einnig þurfi að end­ur­skoða innra skipu­lag Stjórn­ar­ráðshúss­ins og tengja það við viðbygg­ing­una, sem fyr­ir­huguð er aft­an við húsið. Gert er ráð fyr­ir að vígsla bygg­ing­ar­inn­ar gæti orðið um ára­mót 2021/​22.

Mark­mið með sam­keppn­inni um skipu­lag Stjórn­ar­ráðsreits sé meðal ann­ars að fá fram lausn þar sem áhersla verði lögð á raun­hæf­ar og spenn­andi til­lög­ur um heild­ar­lausn á skipu­lagi á reitn­um þannig að byggja megi upp á heild­stæðan hátt framtíðar­hús­næði ráðuneyta, stofn­ana rík­is­ins og dóm­stóla, meðal ann­ars með hagræðingu í huga.

Sam­keppn­irn­ar má rekja til þess að í  októ­ber árið 2016 ályktaði Alþingi að fela rík­is­stjórn­inni að efna til hátíðar­halda 1. des­em­ber 2018 þegar öld verður liðin frá því að sam­bands­lög­in öðluðust gildi. Meðal þess sem rík­is­stjórn­inni var falið að gera af því til­efni var að efna til sam­keppni um hönn­un og út­lit Stjórn­ar­ráðsbygg­ing­ar og skipu­lag á Stjórn­ar­ráðsreit.

Heimild: Mbl.is