Home Fréttir Í fréttum Tillaga að starfsleyfi fyrir malbikunarstöð Munck Íslandi ehf. í Hafnarfirði

Tillaga að starfsleyfi fyrir malbikunarstöð Munck Íslandi ehf. í Hafnarfirði

571
0
Mynd: Hafnarfjörður.is

Hafnarfjarðarbær vekur athygli á að Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir malbikunarstöð Munck Íslandi ehf. í Hafnarfirði. Um ræðir nýjan rekstur.

<>

Munck Íslandi ehf. áformar að reisa malbikunarstöð á iðnaðarsvæðinu í Kapelluhrauni að Álhellu18. Áformað er að framleiða í stöð af gerðinni Benninghoven MBA 160 sem getur afkastað allt að 160 t/klst af malbiki og endurvinna fræst malbik í stöðinni. Ekki stendur til né heldur er fyrirhugað að leyfa að geymt verði meira en 200 m3 af biki og olíu á svæðinu.

Rekstraraðili hefur skilað rykbindiáætlun sem er fjórþætt. Þar er tekið á aðdrætti hráefna, varðveislu hráefna, framleiðslu malbiks og afhendingu og brottflutningi á malbiki.

Annars er tillagan að mestu í samræmi við nýleg starfsleyfi fyrir sambærilega starfsemi hvað skilyrði og losunarmörk varðar fyrir starfsemina. Umhverfisstofnun notar við gerð starfsleyfistillagna af þessu tagi skjalið „Environment Guidelines on Best Available Techniques (BAT) for the Production of Asphalt Paving Mixes“, útgefið af EAPA í júní 2007, sem viðmiðun fyrir bestu aðgengilegu tækni.

Umhverfisstofnun aflaði álits skipulagsfulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ um stöðu deiliskipulags gagnvart stöðinni. Í álitinu kom fram að rekstur malbikunarstöðvar er leyfður hvað deiliskipulag varðar, að uppfylltum skilmálum sem þar er að finna, t.d. um útlit bygginga og frágang á lóðum við Reykjanesbraut, hámarks vegghæð og hæð útveggja og þaks, strompa og sílóa.

Umhverfisstofnun hefur ekki áform um að halda almennan kynningarfund um tillöguna á auglýsingatíma, en mun endurskoða þá ákvörðun ef eftir því verður óskað. Auglýsingatímabil er 13. apríl til 11. maí 2018.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 11. maí 2018.

Nánari upplýsingar á vef umhverfisstofnunar

Heimild: Hafnarfjordur.is