Tilboð opnuð 10. apríl 2018. Hafnasjóður Sandgerðishafnar óskaði eftir tilboðum í endurbyggingu stálþils á Suðurgarði í Sandgerðishöfn.
Helstu verkþættir og magntölur eru:
- · Rif á núverandi þekju, 1.350 m2, og kantbita, 138 m
- Sprengja þilskurð fyrir 46 stálþilsplötur, um 58 m.
- Rekstur á 116 stk. tvöföldum stálþilsplötum, frágangur á stagbitum og stögum.
- Jarðvinna, fylling aftan stálþils.
- Steypa 146 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. október 2018.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Hagtak hf., Hafnarfirði | 162.500.000 | 130,1 | 56.649 |
Ístak hf., Mosfellsbæ | 145.315.325 | 116,3 | 39.464 |
Ísar ehf., Kópavogi | 129.415.500 | 103,6 | 23.564 |
Áætlaður verktakakostnaður | 124.937.750 | 100,0 | 19.086 |
Lárus Einarsson sf., Kópavogi | 105.851.500 | 84,7 | 0 |