Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Seltjarnarnesbær semur við Á.Óskarsson ehf. um nýtt íþróttagólf í íþróttamiðstöð

Seltjarnarnesbær semur við Á.Óskarsson ehf. um nýtt íþróttagólf í íþróttamiðstöð

363
0
Mynd: Seltjarnarnesbær

Gerður hefur verið verksamningur við fyrirtækið Á. Óskarsson ehf. um endurnýjun á íþróttagólfi í handboltasal íþróttamiðstöðvarinnar.

<>

Þeir Haukur Geirmundsson og Heiðar Reyr Óskarsson undirrituðu samninginn fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar og Á.Óskarssonar ehf. nýverið og verður verkið framkvæmt í sumar.

Íþróttagólf

Íþróttagólfið er af gerðinni BERLIN 12 F frá þýska fyrirtækinu HAMBERGER FLOORING www.haro-sports.com (Opnast í nýjum vafraglugga). Um er að ræða sérframleitt íþróttaparket úr beiki (e. engineered hardwood floor for sport purposes) sem lagt er ofan á flatfjaðrandi grind. Heildarþykkt á parketi er 18,3 mm. Þar af er 5,6 mm. eik og 12,7 mm. birki krossviður í gæðastaðli BFU 100 (EN 636-3). Með þessari samsetningu fæst frábært íþróttagólf með minnstu mögulegu þennslueiginleikum og er gólfið því ekki er jafnt viðkvæmt fyrir breytingum á raka- og hitastigi eins og gólfefni sem eru eingöngu lögð úr gegnheilu parketi. Heildarhæð á gólfi með grind er um 20 cm. sem er sama hæð og er á núverandi íþróttagólfi.

Heimild: Seltjarnarnesbær.is