Vegagerðin óskar eftir tilboðum í smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn á Skaftártunguvegi (208) í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Ný brú yfir Eldvatn verður 80 m löng stálbogabrú og er um 0,5 km vestan núverandi vegamóta Hringvegar og Skaftártunguvegar í nýrri veglínu Skaftártunguvegar frá Eystri Ásum að nýjum vegamótum við Hringveg.
Helstu magntölur eru
Mótafletir 385 m2
Steypustyrktarjárn 49.500 kg
Steypa 304 m3
Vegrið á brú 164 m
Forsteyptar einingar 120 stk
Smíði og uppsetning stálvirkja 190 tonn
Hengistangir 6,3 tonn
Stálvirki, hreinsun 1.220 m2
Stálvirki, málun 1.220 m2
Stálvirki, málmhúðun 1.220 m2
Legur 4 stk.
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. júlí 2019.
Útboðsgögnin eru seld hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 3. apríl 2018. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 24. apríl 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.