Home Fréttir Í fréttum Leynd­ur galli í lóð í Vest­ur­bæn­um

Leynd­ur galli í lóð í Vest­ur­bæn­um

387
0
Keilu­grandi 1. SÍF-skemm­an rif­in. Ekki reynd­ist unnt að nota púða und­ir hús­inu eins og til stóð. Þá komu í ljós gaml­ir sorp­haug­ar Reyk­vík­inga. Mynd: mbl.is/​RAX

Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt að veita Bú­seta 50 millj­ón króna af­slátt af kaup­verði lóðar­inn­ar Keilu­granda 1 í Vest­ur­bæn­um. Borg­in út­hlutaði Bú­seta lóðinni í mars 2017 og var heild­ar­upp­hæð bygg­ing­ar­rétt­ar og gatna­gerðar­gjalda rúm­ar 400 millj­ón­ir króna. Bú­seti hyggst reisa fjög­ur hús á lóðinni sem verða tveggja til fimm hæða með 78 íbúðum.

<>

Íbúðirn­ar verða af fjöl­breytt­um stærðum og gerðum, allt frá 40 fer­metra smá­í­búðum upp í 125 fer­metra 4 til 5 her­bergja íbúðir.

Ástæðan fyr­ir af­slætt­in­um er sú að þegar SÍF-skemm­an, sem áður stóð á lóðinni, var rif­in kom í ljós leynd­ur galli. Púði sem var und­ir hús­inu og byggja átti ofan á reynd­ist ónot­hæf­ur. Jarðveg­ur reynd­ist mengaður enda gaml­ir sorp­haug­ar á þessu svæði.

Í stað þess að fjar­lægja jarðveg­inn var sú ákvörðun tek­in að bygg­ing­ar yrðu grundaðar á for­steypt­um súl­um, eins og fram kom í frétt í Morg­un­blaðinu í vik­unni. Var þetta gert til að lág­marka áhættu og kostnað af því að fjar­lægja jarðveg­inn. Greiðir Reykja­vík­ur­borg helm­ing af um­rædd­um grund­un­ar­kostnaði. Langt er niður á fast berg á þessu svæði, eða átta metr­ar að meðaltali.

Jafn­framt samdi Reykja­vík­ur­borg við Bú­seta um frá­gang á lóðinni og að búa hana leik­tækj­um, en hluti henn­ar telst borg­ar­land. Þarna á að vera lýðheilsureit­ur, alls 860 fer­metr­ar. Bú­seti tek­ur að sér að ann­ast rekst­ur og viðhald svæðis­ins næstu 25 árin. Fær Bú­seti greidd­ar tæp­ar 40 millj­ón­ir fyr­ir frá­gang og rekst­ur borg­ar­lands­ins.

Heimild: Mbl.is