Home Fréttir Í fréttum Ætla að efna til hönnunarsamkeppni um sundlaug í Fossvogsdal

Ætla að efna til hönnunarsamkeppni um sundlaug í Fossvogsdal

293
0
Mælst er til þess að sundlaugin verði staðsett nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins.

Borgarráð hefur samþykkt að gert verði ráð fyrir sundlaug við gerð deiliskipulags í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Verður það gert í samræmi við niðurstöður sameiginlegs starfshóps Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Samþykkti borgarráð að efna til hönnunarsamkeppni sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær skulu standa saman að.

<>

Í niðurstöðum starfshópsins kom fram sundlaugin eigi að vera að lágmarki 25 metra löng og 12,5 metra breið og að í henni eigi að fara fram skólasund á vegum Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Þá á sundlaugin að nýtast sem hverfissundlaug fyrir Fossvogsbúa beggja vegna dalsins.

Vill starfshópurinn að laugin verði í góðu skjóli og að lágmarki með einum heitum potti. Í úttekt starfshópsins kom fram að farið var yfir reynslu af skólasundlaugum við Breiðholtsskóla og Ölduselsskóla. Þær sundlaugar hafa verið lítið nýttar af almenningi sem gerir kröfu um að minnsta kosti einn heitu pottur fylgi sundlaug.

Ekki er mælt fyrir því að koma fyrir rennibrautum né leiksvæðum til þess að leggja áherslu á tilgang laugarinnar, það er útilaug sem þjónar skólasundi á daginn og hverfinu eftir skólatíma.

Starfshópurinn hafði þó áhyggjur af því að of mikil ásókn gæti skapað vanda vegna umferðar.

Snemma kom upp hugmynd um að ekki yrði gert ráð fyrir bílastæðum fyrir gesti við sundlaugina svo þeir komi frekar gangandi eða hjólandi. Á móti yrði gert ráð fyrir gönguleiðum frá bílastæðum Fossvogsskóla og Snælandsskóla.

Í niðurstöðu starfshópsins kom fram að einungis skuli gera ráð fyrir aðkomu bíla vegna aðfanga og til að uppfylla kröfur vegna fatlaðra sundlaugargesta. Að öðru leyti erum að ræða „græna“ sundlaug þar sem gert er ráð fyrir því að gestir laugarinnar komi gangandi eða hjólandi.

Heimild: Visir.is