Home Fréttir Í fréttum Öllum til­boðum hafnað í vall­ar­hús ÍR í Mjódd­inni

Öllum til­boðum hafnað í vall­ar­hús ÍR í Mjódd­inni

279
0
Mynd: Reykjavík.is/Arkís

Aðeins bár­ust tvö til­boð í bygg­ingu nýs vall­ar­húss fyr­ir ÍR í Mjódd­inni. Um­hverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur ákveðið að hafna báðum til­boðunum sem bár­ust í verkið, þar sem þau reynd­ust tölu­vert yfir kostnaðaráætl­un.

<>

Munck Íslandi ehf. bauð krón­ur 264.112.313 sem var 33% yfir kostnaðaráætl­un en hún hljóðaði upp á 198 millj­ón­ir. Þingvang­ur ehf. bauð krón­ur 289.998.455.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Þor­kels Jóns­son­ar hjá um­hverf­is- og skipu­lags­sviði verður verkið boðið út á nýj­an leik.

Til greina komi að skipta því upp, t.d. með því að taka út lagnaþætti og önn­ur slík verk.

Þorkell kveðst vongóður um að það útboð beri ár­ang­ur og ekki verði mikl­ar taf­ir á verk­inu. Vall­ar­húsið verður við nýj­an frjálsíþrótta­völl ÍR sem byggður verður í Suður-Mjódd.

Heimild: Mbl.is