Vegagerðin óskar eftir tilboðum í gerð nýrrar vegtengingar Hafnavegar (44-01) við Reykjanesbraut, við hringtorg við Fitjar. Verkið felst í nýbyggingu vegarins á um 850 m löngum kafla, og lokun á núverandi gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar vestan við hringtorgið, með tilheyrandi rifi malbiks og yfirborðsfrágangi umferðareyja Reykjanesbrautar, sem og landmótun og yfirborðsjöfnun utan hennar.
Helstu magntölur eru:
- Skeringar 1.000 m3
- Rif malbiks og umferðareyja 2.200 m2
- Ræsi (fóðurrör) fyrir lagnir 123 m
- Fyllingar 12.500 m3
- Styrktarlag 5.900 m3
- Burðarlag 2.100 m3
- Malbik 9.150 m2
- Kantsteinn 225 m
- Umferðareyjur 775 m2
- Ljósastaurar 16 stk.
- Frágangur og landmótun 13.300 m2
Verklok eru 15. september 2018, gerð Hafnavegar skal þó lokið fyrir 15. ágúst 2018.
Útboðsgögn verða seld á minnislykli hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 20. mars 2018. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. apríl 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.