Home Fréttir Í fréttum 09.04.2018 Suðurborg, viðbygging og endurbætur

09.04.2018 Suðurborg, viðbygging og endurbætur

208
0

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

<>

Suðurborg, viðbygging og endurbætur. Útboð nr. 13651.

Lauslegt yfirlit yfir verkið: 
Leikskólinn Suðurborg er við Suðurhóla 19, 111 Reykjavík.  Um er að ræða viðbyggingu og endurbætur innanhúss.
Stærð viðbygginar er um 74 m².
Stækkun hússins er á annari hæð þar sem steypt er ofan á núvernadi veggi. Nýtt þak er hefðbundið loftað sperruþak. Útveggir skulu steyptir með sömu áferð og er á núverandi húsi.
Tekið er upp og endurbyggt um 160 m² af þaki.
Útveggir og gluggar í viðbyggingu eru málaðir. Útveggir eru einangraðir að innan, pússaðir og málaðir.
Allir innveggir eru pússaðir og málaðir. Ný loft eru kerfisloft. Nýir gólfdúkar koma í viðbyggingu sem og í hluta af núverandi húsi.
Ný lyfta kemur í húsið.

Útboðsgögn verða  eingöngu  aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 10:00 þann 20. mars 2018.

Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“ eða „Register“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 9. apríl 2018.

Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, nema að bjóðendur óski sérstaklega eftir því. Beiðni verður að hafa borist innkaupadeild 2 virkum dögum fyrir opnun tilboða, á netfangið utbod@reykjavik.is