Home Fréttir Í fréttum Niðurrif Sementsverksmiðjunnar á Akranesi gengur vel

Niðurrif Sementsverksmiðjunnar á Akranesi gengur vel

338
0
Mynd: Skagafrettir.is

Ásýnd Sementsverksmiðjunnar breytist mikið með hverjum deginum sem líður. Niðurrif á byggingum og búnaði Sementsverksmiðjunnar gengur samkvæmt áætlun hjá verktakafyrirtækinu Work North ehf.

<>

 

Verkið er á áætlun og á undanförnum dögum var ofnhúsið og kvarnarhúsið rifið. Ofninn stendur einn eftir eins og sjá má á þessum myndum

Mynd: Skagafrettir.is

Hér blasir ofninn við sem var uppistaðan í framleiðsluferlinu í Sementsverksmiðjunni. Ofnhúsið var rifið niður í þessari viku. Búast má við því að ofninn sjálfur verði rifinn í næstu viku. Nóg af brotajárni til staðar á svæðinu en gert er ráð fyrir að brotajárnið verði alls 2-3 þúsund tonn á verktímanum.

Mynd: Skagafrettir.is
Mynd: Skagafetttir.is

Heimild: Skagafrettir.is