Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Hafrannsóknastofnunar

Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Hafrannsóknastofnunar

415
0
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jón Gunnarsson þingmaður tóku fyrstu skóflustunguna.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jón Gunnarsson þingmaður tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri byggingu fyrir Hafrannsóknastofnun að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði í gær.

<>

Að lokinni fyrstu skóflustungu að nýju húsnæði Hafrannsóknastofnunar

Á myndinni eru frá vinstri: Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, Jón Rúnar Halldórsson, hjá eignarhaldsfélaginu Fornubúðum ehf., Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Jón Gunnarsson þingmaður, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir, fulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, og Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Hönnun nýbyggingarinnar er í höndum Batterísins Arkitekta ehf.

Mynd: Batteríið

Nýbyggingin verður um 4.080 m² skrifstofu- og rannsóknarými. Þá verður geymsla, verkstæði og útgerðaraðstaða í um 1.440 m² eldri byggingu.

Áætluð verklok eru um mitt ár 2019.

Verkkaupi er fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Heimild: Framkvæmdasýsla ríkisins.