Home Fréttir Í fréttum Fyrrverandi forstjóri Kadeco fær ekki lóðir undir gagnaver í Helguvík

Fyrrverandi forstjóri Kadeco fær ekki lóðir undir gagnaver í Helguvík

276
0
Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Umhverfis og skipulagsráð Reykjanesbæjar hafnaði umsóknum fyrirtækisins Airport City ehf. um lóðir undir gagnaver í Helguvík, en fyrirtækið sótti um tvær lóðir undir starfsemina. Fyrirtækið er í eigu fyrrverandi forstjóra Kadco, Kjartans Eiríkssonar og athafnamannsins Sverris Sverrissonar.

<>

Þá sótti fyrirtækið K16 einnig um lóð undir gagnaver í Helguvík. Þeirri umsókn var einnig hafnað.

Ráðið benti umsækjendum á aðrar lóðir sem skipulagðar eru undir starfsemi gagnavera og eru lausar.

Heimild: Sudurnes.net