Home Fréttir Í fréttum Ekki fleiri byggingarkranar frá hruni

Ekki fleiri byggingarkranar frá hruni

205
0

Einungis árin 2007 og 2008 voru fleiri byggingarkranar skoðaðir hér á landi heldur en á síðasta ári.

<>

Á síðasta ári skoðaði Vinnueftirlitið 303 byggingarkrana hér á landi, en einungis tvisvar áður í sögunni hafa fleiri byggingarkrana verið skoðaðir hér, það er árin 2007 og 2008. Eftir efnahagshrunið 2008 hrundi fjöldi skoðaðra krana en síðustu árin hefur fjöldinn aftur verið að taka við sér að því er fram kemur á vefsíðunni vísitala.is, upp úr tölum frá Vinnueftirlitinu.

Þar er vísað í hagfræðinginn Robert Z. Aliber sem kom hingað til lands árið 1997 og sagði að einungis þyrfti að telja byggingarkrananna til að átta sig á hvort þensla væri í íslensku hagkerfi. Það ár heldur enn metinu, en þá voru skoðaðir 364 byggingarkranar hér á landi, en þeim fækkaði nokkuð næsta árið, en árið 2008 voru þeir 310, eða einungis 7 fleiri en á síðasta ári.

Milli 2008 og 2009 akkúrat helmingaðist fjöldinn, og fór hann niður í 155, og var hann í lágmarki árið 2009 eða 113. Hafði fjöldinn þá ekki verið færri síðan árið 1997 þegar 100 byggingarkranar höfðu verið skoðaðir hér á landi.

Síðan þá hefur fjöldinn aukist jafnt og þétt, en hann tók stökk bæði árið 2014 og svo aftur 2016. Tekið er fram á vefsíðunni sem tölvunarfæðingurinn Bragi Fannar Sigurðsson heldur úti að tölurnar séu ekki endilega fjöldi virkra krana á hverjum tíma, þó þær gefi einhverja mynd af ástandinu.

Hér má sjá fjölda byggingarkrana sem Vinnueftirlitið skoðaði frá því fyrir aldamót:

 • 1998 – 125
 • 1999 – 137
 • 2000 – 197
 • 2001 – 199
 • 2002 – 184
 • 2003 – 187
 • 2004 – 242
 • 2005 – 247
 • 2006 – 274
 • 2007 – 364
 • 2008 – 310
 • 2009 – 155
 • 2010 – 113
 • 2011 – 121
 • 2012 – 140
 • 2013 – 159
 • 2014 – 213
 • 2015 – 224
 • 2016 – 277
 • 2017 – 303

Heimild: Vb.is