Home Fréttir Í fréttum Kæruferli ljúki áður en framkvæmdir hefjist við háspennulínur

Kæruferli ljúki áður en framkvæmdir hefjist við háspennulínur

153
0
Sigurður Ingi Jóhannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir afar mikilvægt að breyta ferli við leyfisveitingar þegar leggja þarf háspennulínur hér á landi. Eiga þurfi víðtækt samstarf við landeigendur og búa þannig um hnútana að kæruferli ljúki áður en framkvæmdir hefjist. Hann segir að ekki verði lagðar háspennulínur yfir hálendið á næstu árum.

Sigurður talaði á ráðstefnu Byggðastofnunar um raforkumál sem haldin var á Akureyri í gær. Þar lýsti hann meðal annars þeim áherslum stjórnvalda að velja skuli jarðstrengi umfram loftlínur þar sem það sé fjárhagslega og tæknilega mögulegt.

<>

„En við gerum okkur líka alveg grein fyrir því og það hefur komið fram á þessari ráðstefnu að það eru auðvitað tæknilegar hindranir fyrir því að það sé eingöngu hægt að tala um jarðstrengi.“ sagði Sigurður.

Í erindi sínu ítrekaði ráðherra einnig þær áherslur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að ekki verði lagðar háspennulínur yfir hálendið. „Það er hægt að styrkja innan byggðanna, innan svæðanna, til að mynda hér á Akureyri með Hólasandslínu, Kröfulínu 3 og síðan Blöndulínu 3.“

Fulltrúar landeigenda töluðu á ráðstefnunni, en hjá þeim er jafnan mikil andstaða gegn lagningu háspennulína. Sigurði Ingi vill efla samtalið við landeigendur. „Það þarf auðvitað að hafa mjög víðtækt samráð alveg frá upphafi við landeigendur.“

Þá sé verið að styrkja úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála svo hún geti afgreitt mál hraðar og einnig gæti þurft að breyta lögum svo kæruferli ljúki verði lokið áður en framkvæmdir hefjast. „En sé ekki síðan að koma kannski í lokin sama kæran í framkvæmdaleyfisferlinu sem meðal annars hefur orðið til þess að skilvirkni leyfisveitinga, eins og held ég Orkumálastjóri hafi orðað það, væri komin langt undir öll skynsemis mörk en lykilatriðið er að hafa hagaðila, ekki síst landeigendur með frá upphafi.“ segir Sigurður.

Heimild: Ruv.is