Sveitarstjórn Skaftárhrepps fordæmir seinagang Vegagerðarinnar vegna þeirra tafa sem orðið hafa á uppbyggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Ása, en nú eru liðin þrjú ár síðan brúin skemmdist í Skaftárhlaupi, segir í bókun sveitarstjórnar Skaftárhrepps í gær.
Sveitarstjórn hvetur Vegagerðina til að ljúka við gerð nýs útboðs sem allra fyrst og óskar eftir formlegum skýringum á þeim töfum, sem orðið hafa, og ætlar að upplýsa þingmenn og samgönguráðherra um málið.
Heimild: Visir.is