Home Fréttir Í fréttum 20.03.2018 Endurbætur á Þingvallavegi (36) um Þjóðgarðinn

20.03.2018 Endurbætur á Þingvallavegi (36) um Þjóðgarðinn

165
0
Hakið á Þingvöllum

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbætur Þingvallavegar (36) frá Þjónustumiðstöðinni að vegamótum við Vallaveg. Lengd útboðskafla er um 8,3 km. Verkið felst í styrkingu og breikkun núverandi vegar með áherslu á að auka umferðaröryggi. Fræsa skal núverandi klæðingu, breikka og hækka / lækka veginn eftir atvikum og leggja nýtt malbik. Sérstök áhersla er lögð á endurheimt staðargróðurs í vegfláa. Vinna skal efni til verksins í námu í Svartagili norðan við Þjónustumiðstöð. Verktími skiptist á árin 2018 og 2019.

Helstu magntölur eru:

• Efnisvinnsla 18.700 m3

• Skeringar 17.000 m3

• Fyllingar 10.000 m3

• Fláafleygar 5.500 m3

• Styrktarlag 10.800 m3

• Burðarlag 18.700 m3

• Malbik 6 cm 66.500 m2

• Upptaka, geymsla og frágangur gróðurtorfa 39.000 m2

• Frágangur fláa 40.000 m2

• Ídráttarrör 8.300 m

• Vegrið 892 m

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2019.

Útboðsgögn verða seld á minnislykli hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 6. mars 2018. Verð útboðsgagna er 4.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 20. mars 2018 og verða þau opnuð kl. 14:15 þann dag.

Previous article20.03.2018 Breiðholtsbraut (413) við Norðurfell – Göngubrú
Next article20.03.2018 Yfirlagnir á Norðursvæði 2018, klæðing