Vegagerðin og Reykjavíkurborg óska eftir tilboðum við gerð göngubrúar yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell í Reykjavík.
Um er að ræða gerð göngubrúar úr eftirspenntri steinsteypu 95 m yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell í Reykjavík. Brúin er steypt bitabrú í 4 höfum þar sem eitt hafið nær yfir Breiðholtsbraut. Í brúnni eru stálsúlur úr ryðfríu stáli og einnig er handrið úr ryðfríu stáli. Einnig er innifalin nauðsynleg færsla á lögnum á meðan á framkvæmdum stendur og uppsetning, rekstur og niðurtekt á viðvörunarbúnaði vegna hárra bíla.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur 200 m3
- Fylling við steypt mannvirki 370 m3
- Mótafletir 580 m2
- Járnalögn, slakbending 27.000 kg
- Eftirspennt járnalögn 4.000 kg
- Uppspenna og grautun 3 stk.
- Steypa 180 m3
- Vatnsvörn 160 m2
- Handrið 190 m
Verkinu skal vera að fullu lokið 1. október 2018.
Útboðsgögn verða seld á minnislykli í móttöku Vegagerðarinnar Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 6.mars 2018. Verð útboðsgagna er kr. 2.000.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 20. mars 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 sama dag