Seltjarnarnesbæjar skrifaði undir fimmtán ára lóðarleigusamning við þáverandi eiganda söluskálans árið 1999. Samkvæmt honum mátti eigandinn koma söluskála fyrir við íþróttamiðstöð bæjarins. Þar var líka kveðið á um að eigandinn þyrfti að fjarlægja söluskálann þegar samningurinn rynni út. Hálfu öðru ári áður en leigusamningurinn rann út keypti annað fyrirtæki söluskálann. Skömmu síðar óskaði það eftir framlengingu samningsins til fimmtán ára.
Bærinn hafnaði því að gera fimmtán ára lóðarleigusamning en bauð eiganda söluskálans að gera lóðarleigusamning til eins árs í senn, að því gefnu að hann myndi fjarlægja skálann að því loknu. Hann yrði þó að óska eftir samningi innan tilskilins frests. Söluskálaeigandinn kannaðist ekki við að hafa fengið neinar tilkynningar um slíkt. Hann sagði hins vegar að þar sem hann hefði áfram verið rukkaður um lóðarleigu út árið 2015 hefði hann litið svo á að samningurinn hefði verið framlengdur til fimmtán ára og neitaði að fjarlægja söluskálann.
Seltjarnarnessbær stefndi eiganda söluskálans því fyrir dóm til að fá hann borinn út með skála sinn. Bærinn vann málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem dómari sagði að bærinn væri í fullum rétti. Söluskálaeigandinn áfrýjaði málinu til Landsréttar sem dæmdi bænum í vil. Seltjarnarnesbæ er því heimilt að fá söluskálann og eiganda hans borinn út af lóð sinni við íþróttamiðstöðina. Samkvæmt dómnum hefur söluskálinn verið yfirgefinn og stendur tómur.
Heimild: Visir.is