Home Fréttir Í fréttum Engilbert vill samstarf við Blönduósbæ um byggingu fjölbýlishúss

Engilbert vill samstarf við Blönduósbæ um byggingu fjölbýlishúss

684
0
Blöndós Mynd: Húni.is/Jón Guðmann Jakobsson

Uppbygging ehf., félag í eigu Engilberts Runólfssonar byggingaverktaka, hefur óskað eftir viðræðum við sveitarstjórn Blönduósbæjar um sameiginlega uppbyggingu á fjölbýlishúsi að Hnjúkabyggð 29 á Blönduósi. Óskað er eftir því að gert verið samkomulag við félagið um langtímaleigu eða kaup sveitarfélagsins á allt að 8-10 íbúðum í hinu nýja fjölbýlishúsi. Byggðaráð Blönduósbæjar hefur hafna erindinu.

<>

Í fundargerð byggðaráðs frá því í dag segir að hafi forsvarsmenn Uppbyggingar ehf. áhuga á lóðinni í sveitarfélaginu er þeim beint á að sækja um hana með hefðbundnum hætti.

Í lok árs 2016 sendi Uppbygging fyrirspurn til Blönduósbæjar um lóð á Blönduósi sem afmarkast af Húnabraut 4, austurenda íþróttavallar, Holtabrautar og Melabrautar. Óskaði félagið eftir að fá að byggja 20 íbúða fjölbýlishús á fimm hæðum og var áætlað að verktími myndi standa frá vori 2017 til vors 2018. Byggðaráð fagnaði erindinu á þeim tíma en ekkert hefur orðið af framkvæmdum.

Uppbygging hefur einnig sótt um lóð að Höfðabraut 28 á Hvammstanga. Engilbert kynnti hugmyndir sínar á íbúafundi á Hvammstanga 15. janúar síðastliðinn, um byggingu á fimm hæða og 20 íbúða húsi.

Heimild: Húnahornid.is